Social Media eða Mocial Media?

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af fyrirtækinu Nielsen vörðu neytendur í Bandaríkjunum samtals um 121 billjón mínútum á samfélagsmiðlum á árinu 2012 en notkunin nam um 88 billjón mínútum á árinu 2011.

Stóran hluta þessa vaxtar má rekja til aukinnar útbreiðslu snjallsíma og spjaldtölva (snjalltækja). Til dæmis jókst notkun samfélagsmiðla í gegnum öpp og snjallsímavefi um 63%  á árinu 2012. Um 46% notenda samfélagsmiðla sögðust nálgast slíka miðla í gegnum snjallsíma á meðan um 16%  segjast nota spjaldtölvur.

Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki sem vilja nýta samfélagsmiðla til þess að ná til viðskiptavina sinna?

Jú þetta sýnir svo ekki verður um villst að „samfélagsherferðir“ verða að byggja á „mobile first“ nálgun.  Hönnun og framsetning á efni og texta verður að taka mið af því að notkun samfélagsmiðla fer í auknum mæli fram í gegnum snjalltæki ýmiskonar.

Þennan samruna social media og mobile kalla þeir Ogivly menn „from social to mocial“ …eins og svo oft áður er erfitt að finna íslenskt orð yfir fyrirbærið.  Nema að vera skyldi orðskrípið„snjallfélagsmiðlar“…býður einhver betur?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s