Markaðshlutun og samfélagsmiðlar

Snillingarnir hjá Ogivly fjalla um nýjar leiðir við markhópagreiningu á vef sínum SocialOgivly.

Undanfarna áratugi hefur markaðsfólk þróað nokkuð skothelda aðferð til að skilgreina markhópa og markaðshluta (market segements).  Með því að kortleggja undirliggjandi þætti á borð við tekjur, lífstíl, kauphegðun, menntun er hægt að skilgreina þarfir og óskir ólíkra hópa og einstaklinga.

Í rannsókn sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey birti nýverið kemur fram að um 80% af hagnaði alþjóðlegra fyrirtækja megi rekja til þátta sem tengjast ákvörðunum sem snúa að því hvar fyrirtækin kjósa að keppa á meðan um 20% hagnaðar megi rekja til þess hvernig fyrirtækin kjósa að keppa, þ.e. í verðum, gæðum eða öðrum þáttum.

Skýrsluhöfundar segja að þetta sé í öfugu hlutfalli við  þær áherslur sem fyrirtæki leggja hvað mest uppúr í markaðs- og  stefnumótunarstarfi sínu.  Þeir hvetja því fyrirtæki til þess að beita annarri nálgun við skilgreiningu markaðshluta og markhópa. Í stað þess að greina 5 markaðshluta ættu fyrirtæki að skilgreina 30-50 markaðshluta.  Þetta sé hægt með því að nýta þann hafsjó upplýsinga sem samfélagsmiðlar hafa uppá að bjóða.

Þeir leggja til nokkrar lykilspurningar sem markaðsfólk ætti að hafa í huga við skilgreiningu  markaðshluta:

Hvernig hagar markhópurinn sér á samfélagsmiðlum? 
Hvaða efni sækjast þeir eftir?  Skilja þeir eftir ummæli eða taka þátt í samræðu? Taka þeir þátt í auglýsingaleikjum? Hvaða væntingar hafa þeir til vörumerkisins í samhengi samfélagsmiðlunar.

Á hvaða samfélagsmiðlum eru hóparnir virkri?
Eru þeir virkir á Facebook, Twitter,  Linkedin eða Instagram? Eru fyrirtækin að nálgast réttan hóp, á réttum miðli og á réttan hátt?

Hvernig hafa samfélagsmiðlar áhrif á kauphegðan?
Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar á markhópana fyrir kaup, á meðan á kaupum stendur eða að loknum kaupum? Leitar kaupandinn að upplýsingum eða álits hjá „vinum“ og „fylgjendum“?

Hver hefur áhrif á markhópinn á samfélagsmiðlum?
Hvaða netmiðla nýta þeir til þess að afla sér upplýsinga? Hversu áreiðanlegir eru þeir miðlar?

Greinina má lesa hér:  http://bit.ly/XBs6gZ

Fyrirtæki hér á landi eru ennþá að átta sig á þeim möguleikum sem samfélagsmiðlar hafa uppá að bjóða í þessum efnum. Í ljósi þess hve margir eru virkir á samfélagsmiðlum hér á landi má álykta að fjölmörg tækifæri séu í fyrir hendi á þessu sviði.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s