Hví hefur þú yfirgefið mig?

Fjölmörg fyrirtæki sem nýta sér samfélagsmiðla til þess að koma  upplýsingum um vörur sínar og þjónustu eiga gjarnan í erfiðleikum með að feta hinn gullna meðalveg á milli þess að veita viðskiptavinum og fylgjendum áhugaverðar og innhaldsríkar upplýsingar sem þeir kunna að meta eða drekkja þeim í gagnslausum upplýsingum og auglýsingaskrumi.  Það er viðkvæmur og þunnur þráður sem liggur á milli einfaldrar markaðssetningar og raunverulegrar tengslamyndunar á samfélagsmiðlum.

Fyrirtæki sem ákveða að láta til sín taka á samfélagsmiðlum missa oft þolinmæðina og gæta ekki að því að magn er ekki það sama og gæði á samfélagsmiðlum. Þetta má vafalítið rekja til þess að stjórnendur fyrirtækja vilja sjá fjárfestingu sína í samfélagsmiðlum skila árangri og arði og það strax.  Birtingamynd þessa geta verið endalausir auglýsingastatusar sem hafa litla sem enga  þýðingu fyrir viðskiptavini og fylgjendur. Slíkt stefnuleysi  getur hægt og sígandi grafið undan stöðu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Nýleg bandarísk rannsókn  rökstyður þetta.

Samkvæmt henni þá er ein meginástæða þess að fylgjendur yfirgefi viðkomandi fyrirtæki á samfélagsmiðlum of margar uppfærslur,  auglýsingaskrum og s.k. „social media spam“ (www.emarketer.com).  Þetta mættu ýmis íslensk fyrirtæki hafa í huga.

emarketer-brand-disconnection

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s