Samfélagsmiðlar sem hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækja

Í nýlegri grein eftir náunga að nafni John Bell hjá auglýsinga- og almannatengslafyrirtækinu Ogivly er fjallað um hvernig samfélagsmiðlar eru í auknum mæli að verða mikilvægur þáttur í  kjarnastarfsemi ýmissa stórfyrirtækja. Fyrirtæki á borð við IBM, Nestlé og American Express líta ekki lengur á samfélagsmiðla sem gælu- eða tilraunaverkefni markaðs-og samskiptafólks heldur frekar sem mikilvægan samskiptavettvang fyrir viðskiptavini og fyrirtækið þar sem þessir aðilar mæta

Bell segir að með réttri nálgun og skýrri stefnu geti samfélagsmiðlar skapað aukið virði fyrir viðskiptavini og fyrirtækið nálgun geti nýtt samfélagsmiðla til að skapa aukið virði fyrir viðskiptavini sína og þar með fyrir sig og dregur hann fram fjóra þætti í því sambandi:

  1. Þau geta skapað aukið virði fyrir viðskiptavininn með því að hlusta á hann og gera honum kleift að taka þátt í ákvarðanatöku og verðmætasköpun fyrirtækins.
  2. Með samfélagsmiðlum getur fyrirtækið stundað samskipti og og bætt orðspor sitt gagnvart viðskiptavinum og málsmetandi hagsmunaaðilum.
  3. Þau geta kallað  eftir hugmyndum, skoðunum og framlagi viðskiptavina (crowdsourcing) og þannig virkjað samfélag sitt til þátttöku í verðmætasköpun (co-creation).
  4. Þá geta fyrirtæki nýtt kosti samfélagsmiðla í uppbyggingu  innri samskipta og stuðla að  því að starfsmenn geti komið skoðunum sínum og ábendingum á framfæri strax og milliliðalaust. Starfsmenn eru sjálfir oft kröfuhörðustu viðskiptavinirnir auk þess sem þeir þekkja þarfir og kröfur sinna viðskiptavina.

Bell leggur áherslu á að fyrirtæki setji sér ákveðna stefnu sem mætti kalla samfélagsmiðaða markaðsstefnu (Social Business Strategy) þar sem fyrirtækið skilgreinir hvað það þurfi að gera að tryggja hámarksnýtingu samfélagsmiðla. Markaðsstefnan ætti, skv. Bell,  að byggja á eftirfarandi þáttum:

  • Virðis- og arðsemisgreiningu þar sem þeir fjórir þættir, sem nefndir eru hér að ofan, eru metnir útfrá einfaldri SWOT greiningu.
  • Viðskiptaáætlun eða samfélagsstefnu þar sem athyglinni er beint að þeim hluta starfseminnar þar sem samfélagsmiðlar eru líklegastir til að hafa sem mest að segja.
  • Forgangsröðun verkefna þar sem gerður er listi yfir mælanleg verkefni sem tryggja framgang samfélagsstefnunnar. Slík forgangsröðun þarf að taka mið af fólki/þekkingu, kerfum og þeim gögnum og upplýsingum sem nauðsynleg eru.
  • Stýrihópur eða framkvæmdaráð þar sem sitja aðilar sem hafa þekkingu á samfélagsmiðlum og munu bera ábyrgð á framgangi og framkvæmd stefnunnar.

Greinin er aðgengileg á Slideshare: http://slidesha.re/W773Uu

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s