Latest Entries

Krataslagur í samfélagsmiðlum (not)

Það er áhugavert að skoða krataslaginn á milli Árna Páls og Guðbjarts Hannessonar. Eins og við er að búast eru báðir nokkuð virkir á Facebook en þar er í boði  hefðbundnir stuðningsmannapóstar, auglýsingar um málfundi og fremur einhæfar myndir frá framboðsfundum.  Árni Páll með Twitter prófíl en hann var síðast uppfærður þann 7. maí á síðasta ári.  Guðbjartur … Lesa meira

Infógrafía – Social Media Workflow

Samkvæmt þessari stórskemmtilegu infógrafíu frá intersectionconsulting.com ver meðal fyrirtæki í Bandaríkjunum um 4 klukkustundum af 40 tíma vinnuviku í að uppfæra samfélagsmiðla með texta, myndum, myndböndum og kommentum.  Þau verja einnig fjórum tímum vinnuvikunnar í að viða að sér efni til samfélagsbrúks, bæði innanhúss og utanhúss. Þá fara 2.5 tími í að hlusta og fylgjast með umfjöllun á samfélagsmiðlum en … Lesa meira

Social Media eða Mocial Media?

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af fyrirtækinu Nielsen vörðu neytendur í Bandaríkjunum samtals um 121 billjón mínútum á samfélagsmiðlum á árinu 2012 en notkunin nam um 88 billjón mínútum á árinu 2011. Stóran hluta þessa vaxtar má rekja til aukinnar útbreiðslu snjallsíma og spjaldtölva (snjalltækja). Til dæmis jókst notkun samfélagsmiðla í gegnum öpp og … Lesa meira

Markaðshlutun og samfélagsmiðlar

Snillingarnir hjá Ogivly fjalla um nýjar leiðir við markhópagreiningu á vef sínum SocialOgivly. Undanfarna áratugi hefur markaðsfólk þróað nokkuð skothelda aðferð til að skilgreina markhópa og markaðshluta (market segements).  Með því að kortleggja undirliggjandi þætti á borð við tekjur, lífstíl, kauphegðun, menntun er hægt að skilgreina þarfir og óskir ólíkra hópa og einstaklinga. Í rannsókn … Lesa meira

Hví hefur þú yfirgefið mig?

Fjölmörg fyrirtæki sem nýta sér samfélagsmiðla til þess að koma  upplýsingum um vörur sínar og þjónustu eiga gjarnan í erfiðleikum með að feta hinn gullna meðalveg á milli þess að veita viðskiptavinum og fylgjendum áhugaverðar og innhaldsríkar upplýsingar sem þeir kunna að meta eða drekkja þeim í gagnslausum upplýsingum og auglýsingaskrumi.  Það er viðkvæmur og … Lesa meira

Samfélagsmiðlar sem hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækja

Í nýlegri grein eftir náunga að nafni John Bell hjá auglýsinga- og almannatengslafyrirtækinu Ogivly er fjallað um hvernig samfélagsmiðlar eru í auknum mæli að verða mikilvægur þáttur í  kjarnastarfsemi ýmissa stórfyrirtækja. Fyrirtæki á borð við IBM, Nestlé og American Express líta ekki lengur á samfélagsmiðla sem gælu- eða tilraunaverkefni markaðs-og samskiptafólks heldur frekar sem mikilvægan samskiptavettvang fyrir … Lesa meira